top of page

Leiðarljós

Leiðarljósum rammaskipulagsins er ætlað að beina þróun Ásbrúar í jákvæða átt; bæta úr því sem betur má fara og gera sem mest úr þeim tækifærum sem felast í svæðinu. Undir hverju leiðarljósi eru sett fram þrjú markmið sem vinna með hverju leiðarljósi.  

Þétt og hlýleg byggð

Leiðarljós-02.png

Styrkja staðaranda

Leiðarljós-01.png

Ásbrú fyrir alla

Leiðarljós-04.png

Skjólgóð og græn útisvæði

Leiðarljós-03.png

1. Þétt og hlýleg byggð

Þétt byggð felur í sér betri nýtingu á landi og meira aðlaðandi bæjarumhverfi sem að styður við fjölbreytta ferðamáta. Lögð er áhersla á að breyta Ásbrú úr úthverfi í aðlaðandi bæjarhluta með bæjarbrag og sérstöðu.

Fallegt umhverfi.jpg

Markmið

Þétting byggðar 

Ný uppbygging verður á þéttingarreitum innan núverandi byggðar. Ekki verður brotið nýtt land undir byggð fyrr en þéttingarreitir hafa verið byggðir upp. Fjölbreytt yfirbragð byggðar.  

 

Hönnun gatna
Gatnakerfi gert læsilegra og göturými römmuð inn með nýrri uppbyggingu. Göturými verði fegruð með gróðri og hönnun taki mið af fjölbreyttum ferðamátum.  

 

Fyrirkomulag bílastæða
Bílastæðum verður dreift um hverfið í bílastæðavösum og götum og þau fegruð með gróðri og gegndræpu yfirborðsefni. Bílastæði skal skipuleggja þannig að notkun þeirra geti breyst.

Landnotkun.PNG
Asbru fyrir alla.jpg

2. Ásbrú fyrir alla

Mikilvægt er að öllum íbúum líði vel á Ásbrú og líði eins og þeir séu velkomnir í hverfið. Auka þarf fjölbreytni í húsa- og íbúðargerðum til þess að skapa jafnvægi milli mismunandi aldurs- og samfélagshópa. Hagkvæmar íbúðir af ólíkum stærðum og gerðum stuðla að félagslegri blöndun og henta öllum kynslóðum. Lögð verður áhersla á fjölbreytt almennings- og einkarými innan hverfsins, sem henta ólíkum aldurshópum.

Hverfi barnanna.PNG

Markmið

Fjölbreytt húsnæði

Fjölbreyttar húsa- og íbúðargerðir fyrir alla aldurs- og félagshópa. Áhersla á hagkvæmt húsnæði og að búa vel að íbúum.

 

Verslun og þjónusta
Húsnæði fyrir verslun og nærþjónustu á miðsvæði sem eflir mannlíf þar sem íbúar fá frekari tækifæri til þess að hittast. Fjölbreytt starfsemi og viðburðir tengdir fjölmenningu.

 

Skólar og íþróttir

Grunnskólar verði staðsettir í miðju íbúðarhverfa og mögulega stefnt að stofnun fjölbrautaskóla á Ásbrú. Íþróttaaðstaða verði byggð upp þar sem íbúar geta kynnst nágrönnum sínum.

3. Skjólgóð og græn útisvæði

Á norðlægum slóðum er mjög mikilvægt að skapa sólrík og skjólsæl rými þar sem fólk getur notið útiveru allan ársins hring. Með þéttingu byggðar skapast betra nærveður og tækifæri fyrir sól- og skjólrík útrými milli bygginga. Landmótun og gróðursetning á jöðrum byggðarinnar verði hagað þannig að dragi úr álagi vinds og grænar tengingar innan byggðar skapi gott aðgengi að náttúrunni sem umlykur Ásbrú. Íbúar á öllum aldri geti notið útiveru í áhugaverðum og aðlaðandi almenningsrýmum.

Náttúran og veðurfar.png

Markmið

Áhugaverð leiksvæði

Áhugaverð og skemmtileg leiksvæði verði hönnuð á lykilstöðum. Grænir göngustígar tengi saman græn svæði og mikilvæga áfangastaði, s.s. skóla og íþróttasvæði.

 

Sól og skjól

Mynda skjól og nýta sól sem best. Haga almenningsrýmum þannig að njóta megi útiveru allan ársins hring og lágmarka áhrif veðurfars. Góð lýsing í skammdeginu.

 

Blágrænar ofanvatnslausnir

Blágrænar ofanvatnslausnir verði nýttar til að fegra götur og almenningsrými með gróðri. Núverandi lausnir verði gerðar sýnilegri t.d. með göngubrúm yfir græna geira.

Skjólgóð og græn útisvæði.PNG
Stadarandi.jpg

4. Styrkja staðaranda

Staðandi Ásbrúar verður styrktur með því að hlúa að mannvirkjum með menningarsögulegt gildi, gera söguna sýnilegri og viðhalda kennileitum. Karakter svæðisins verður þróaður áfram með vísun í fortíðina en einnig með því að búa til nýjar sögur fyrir svæðið, sem skapa tækifæri fyrir list með sögulega tengingu í almenningsrýmum.

Styrkja staðaranda.PNG

Markmið

Samfélagsás

Samfélagsás meðfram Grænásbraut með samkomustöðum fyrir íbúa. Ný ímynd og nýjar sögur verði mótuð fyrir hina nýju Ásbrú, t.d. með vísun í Norræna goðafræði. 

 

Söguhringur
Söguhringur milli kennileita sem gerir sögu herstöðvarinnar tilhlýðileg skil. Einstök saga sem er mikilvægur grunnur staðaranda á svæðinu.

 

Menningarás
Menningarás byggist upp meðfram Flugvallarbraut. Þar eru kennileiti, sem vert er að halda og munu skapa áhugaverða áningarstaði innan um nýja byggð.

Skipulagsgreining

Unnin var skipulagsgreining fyrir Ásbrú vorið 2018 þar sem horft  hefur verið til Ásbrúar í alþjóðlegu og íslensku samhengi, náttúrufarslegra forsendna, skipulagslegs og sögulegs samhengis og áskorana og tækifæra sem í því felast. Einnig var lögð könnun fyrir íbúa og fyrirtæki svæðisins og niðurstöður hennar nýttar inn í skipulagsgreininguna. 

Forsögn að rammaskipulagi

Hér liggur fyrir forsögn að rammaskipulagi fyrir Ásbrú, sem leggur drög að framtíðarsýn fyrir hverfið og gefur yfirlit um hvað í því býr.

 

Forsögnin er hér birt sem grunnur að samtali um framtíð hverfisins. Í framhaldi verður rammaskipulag unnið með nánari skipulagshönnun hverfishluta og þróunarreita.

Rammaskipulag

Hér er sett fram rammaskipulag fyrir Ásbrú. Rammaskipulagið byggir á skipulagsgreiningu og forsögn að rammaskipulagi fyrir Ásbrú. 

 

Í rammaskipulaginu eru lagðar megin línur um landnotkun og samgöngukerfi, byggðarmynstur, landslagshönnun og mótun staðaranda fyrir Ásbrú til næstu 30 ára.

bottom of page