top of page

Markmið

Hér fyrir neðan er gert grein fyrir þeim markmiðum sem sett eru fyrir hvert leiðarljós.

Landnotkun.PNG

Þétt og hlýleg byggð

Markmið 1

Ný uppbygging verður á þéttingarreitum innan núverandi byggðar. Ekki verður brotið nýtt land undir byggð fyrr en þéttingarreitir hafa verið byggðir upp. Fjölbreytt yfirbragð byggðar.  

 

Markmið 2
Gatnakerfi gert læsilegra og göturými römmuð inn með nýrri uppbyggingu. Göturými verði fegruð með gróðri og hönnun taki mið af fjölbreyttum ferðamátum.  

 

Markmið 3
Bílastæðum verður dreift um hverfið í bílastæðavösum og götum og þau fegruð með gróðri og gegndræpu yfirborðsefni. Bílastæði skal skipuleggja þannig að notkun þeirra geti breyst.

Ásbrú fyrir alla

Markmið 1

Fjölbreyttar húsa- og íbúðargerðir fyrir alla aldurs- og félagshópa. Áhersla á hagkvæmt húsnæði og að búa vel að íbúum.

 

Markmið 2
Húsnæði fyrir verslun og nærþjónustu á miðsvæði sem eflir mannlíf þar sem íbúar fá frekari tækifæri til þess að hittast. Fjölbreytt starfsemi og viðburðir tengdir fjölmenningu.

 

Markmið 3
Grunnskólar verði staðsettir í miðju íbúðarhverfa og mögulega stefnt að stofnun fjölbrautaskóla á Ásbrú. Íþróttaaðstaða verði byggð upp þar sem íbúar geta kynnst nágrönnum sínum.

Hverfi barnanna.PNG
Skjólgóð og græn útisvæði.PNG

Skjólgóð og græn útisvæði

Markmið 1

Áhugaverð og skemmtileg leiksvæði verði hönnuð á lykilstöðum. Grænir göngustígar tengi saman græn svæði og mikilvæga áfangastaði, s.s. skóla og íþróttasvæði.

 

Markmið 2
Mynda skjól og nýta sól sem best. Haga almenningsrýmum þannig að njóta megi útiveru allan ársins hring og lágmarka áhrif veðurfars. Góð lýsing í skammdeginu.

 

Markmið 3
Blágrænar ofanvatnslausnir verði nýttar til að fegra götur og almenningsrými með gróðri. Núverandi lausnir verði gerðar sýnilegri t.d. með göngubrúm yfir græna geira.

Styrkja staðaranda

Markmið 1

Samfélagsás meðfram Grænásbraut með samkomustöðum fyrir íbúa. Ný ímynd og nýjar sögur verði mótuð fyrir hina nýju Ásbrú, t.d. með vísun í Norræna goðafræði. 

 

Markmið 2
Söguhringur milli kennileita sem gerir sögu herstöðvarinnar tilhlýðileg skil. Einstök saga sem er mikilvægur grunnur staðaranda á svæðinu.

 

Markmið 3
Menningarás byggist upp meðfram Flugvallarbraut. Þar eru kennileiti, sem vert er að halda og munu skapa áhugaverða áningarstaði innan um nýja byggð.

Styrkja staðaranda.PNG
bottom of page